Draumaliðið

Svona var sumarið 1995

06.16.2021 - By Jói SkúliPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS

Skaginn átti ekki bara besta fótboltalið landsins heldur fannst þar líka elsta KitchenAid vél Evrópu. Valsmenn ætluðu að kaupa sér lyklana að árangri FH undanfarin ár á leikmannamarkaðnum. Landsbyggðin upplifði sitt mesta blómaskeið í íslenskri knattspyrnu en allt saman blikknaði þetta í samanburði við mannlega harmleikinn sem heimsmeistaramótið í handbolta á Íslandi var.

Viðmælendur:

Víðir Sigurðsson, einn stofnenda Draumaliðsdeildar DV, fyrstu íslensku fantasy deildarinnar, og einn af íþróttafréttamönnunum sem sniðgekk Olgu Færseth sem íþróttamann ársins árið 1994.

Arnar Gunnlaugsson, lenti í 2. sæti í 1á1 móti hollensku deildarinnar þar sem hann vann Philip Cocu og Gerald Sibon en tapaði fyrir Edgard Davids í úrslitaleik

More episodes from Draumaliðið