Mannlegi þátturinn

Að styðjast við dýr, dagbókarvinkill og Stefán Jón lesandinn


Listen Later

Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar.
Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum.
Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan feril að baki í fjölmiðlum, vann við útgáfu, var borgarfulltrúi og hefur unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og fyrir utanríkisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Og nýlega kom út bók eftir hann, Heimurinn eins og hann er, heimildasaga. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Stefán talaði um í dag:
Opið haf e. Einar Kárason
Tíminn á leiðinni e. Steinunni Sigurðardóttur
Laws & Human Nature e. Robert Greene
Náttúran og framtíð okkar e. Ellert Ólafsson
Shakespeare á meðal vor e. John Kott
Gúlag-eyjaklasinn e. Solzhenítsyn
Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM
Áfram stelpur / Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri (Edander, Kristján Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir)
Chan Chan / Buena Vista Social Club (Francisco Repilado)
Hey little One / Glen Campell (Burnette og de Vorzon)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners