Leikritið Ást og upplýsingar var frumsýnt árið 2012 í Royal Court leikhúsinu í London. Í leikritinu eru 100 persónur, leiknar af 15 manna leikhópi í mislöngum senum, sumar aðeins nokkrar sekúndur. Verkið er skrifað af Caryl Churchill sem er meðal helstu núlifandi leikskálda Bretlands. Una Þorleifsdóttir leikstjóri las leikritið þegar það kom út árið 2012. Nú á föstudaginn, 10 árum seinna, fer verkið á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Lóa ræðir við Unu um Caryl.
Við heimsækjum Listasafn Reykjanesbæjar þar sem nú stendur yfir sýningin Minningar morgundagsins sem nemendur í sýningarstjórn við Listaháskóla Íslands standa fyrir. Vefnaður tímans, nostalgískar ljósmyndir og draumar koma meðal annars við sögu.
Gunnar Ragnarsson kíkti svo á tvær ólíkar bíómyndir. Annars vegar er það japanska myndin Drive My Car sem er tilnefnd sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag og ný íslensk grinmynd: Allra síðasta veiðiferðin.