Við lítum inn á sýningu í Duus safnahúsunum í Reykjanesbæ sem tileinkuð er lífi og störfum Ástu Árnadóttur, eða Ástu málara. Ásta vildi ekki verða vinnukona heldur vera sjálfstæð og fá atvinnu sem væri arðbær til jafns við það sem þekktist hjá körlum. Hún lauk prófi í málaraiðn árið 1907 og var þar með fyrsta íslenska konan til að taka próf í iðngrein. Þremur árum síðar hlaut hún meistarabréf í iðninni, fyrst kvenna og fyrst Íslendinga. Við hittum líka Völu Gestsdóttur, sem á opnunarverk raftónlistarhátíðarinnar Erkitíðar. Vala er í grunninn víóluleikari en hefur í seinni tíð snúið sér að tónheilun og sköpun tónlistar með hljóðfærum hugleiðslutónlistarinnar. Um miðbik þáttar fjallar Ragna Sigurðdardóttir um yfirstandandi yfirlitssýningu á verkum Steinu Vasulka, Tímaflakk.