Um lítið annað hefur verið rætt á kvikmyndamiðlum um helgina en slysaskotið í Hollywood. Á fimmtudag lést kvikmyndatökukonan Halyna Hutchins auk þess sem leikstjórinn Joel Souza slasaðist þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin við tökur á vestranum Rust. Öryggisaðstæður á kvikmyndatökustað virðast hafa verið óviðunandi, tökuliðið hafði gengið út og slysið því engin tilviljun.Við hringjum til London og spjöllum við bardagalekarann Hallvarð Jes Gíslason um öryggi í kvikmyndabransanum.
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen eða Hermigervill hefur safnað vínylplötum frá unga aldri. Gamalt rykfallið íslenskt rokk, fönk og diskó, svo ekki sé talað um öll gömlu trommusólóin. Tónlistin á þessum gömlu plötum hafa svo verið byggingarefni í tónlist Sveinbjörns. Við kíkjum í heimsókn til Hermigervils, sem vinnur nú að yfirgripsmiklu verkefni sem snýr að endurútgáfu á gömlum og oft á tíðum gleymdum gullmolum.
Og við hugum að ást og ólíkum lestri á Facebook færslu í hverfishóp Vesturbæjar, um eitt augnarráð, örstutt samskipti, sem toga í rómantískt minni okkar en kannski einnig í nýrra minni, um óumbeðna athygli.