„Ef við ætlum að reyna að skilja byggingarlistina hérna þá verðum við að horfa á húsið með blöndu af röntgen gleraugum og ímyndunarafli og reyna að skræla okkur inn að kjarnanum,” segir Henný Hafsteinsdóttir minjavörður Reykjavíkur, um bensínstöðina sem enn stendur við Ægissíðu 102. Þeir Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bygginguna sem var tekin í notkun 1978 og sem þykir vera ein af gersemum síðmódernismans. Lengi vel var á dagskrá að rífa bygginguna en í dag er óvíst hvort og þá hvernig hún muni standa áfram. Við hittum Henný við bygginguna í þætti dagsins.
Birgitta Björg Guðmarsdóttir lítur við og segir frá nýrri ljóðabók sem hún er að senda frá sér og nefnist Draugamandarínur og Trausti Ólafsson rýnir í Íbúð 10B