Í gær lauk alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og verðlaunahafar hátíðarinnar tilkynntir. Við kynnum okkur sigurmyndina í flokki íslenskra stuttmynda, teiknimyndina Að elta fugla eftir Unu Lorenzen.
Fróða Jónssyni, dýraatferlisfræðingi, er menningarheimur dýra hugleikinn. Í seinustu viku flutti hann pistil um söng hnúfubaksins, að þessu sinni veltir hann fyrir sér áhaldanotkun kráka og því hvort krákur séu menn.
Líklega hefur minnihluti hlustenda heyrt minnst á franska heimspekinginn Bruno Latour sem lést úr kabbameini nú um helgina, 75 ára gamall. En það eru hins vegar fáir hugsuðir sem hafa haft jafn mikil áhrif á undanförnum áratugum og Latour, áhrif á hugsun okkar á tímum upplýsingaóreiðu, loftslagsbreytinga og þess sem kallað hefur verið mannöldin - anthropocene.