Hlaðvarpsþættirnir Mother Country Radicals fjalla um meðlimi hópsins The Weather Underground. Veðurmennirnir voru róttækir aðgerðarsinnar í baráttu gegn Víetnamstríðinu, heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og kynþáttaofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið að hlusta á þættina og það hefur doktorsneminn í sagnfræði, Pontus Järvstad, líka verið að gera. Pontus hefur sérhæft sig í andfasisma og vinstrihreyfingum.
Gunnar Jónsson flytur pistil um ástandið í tónlistarbransanum, streymisveitur og spilunarlistagerðamenn virðast ráða örlögum listamanna.
Eftir að hafa rekist stöðugt á bullsíður með óskiljanlegum texta sem virtist skrifaður af einhverri gallaðri gervigreind leituðum við svara hjá sérfræðing í markaðsmálum, algrímum og Google, Tryggva Frey Elínarsyni.