Það er óþolandi og algerlega siðlaust að fyrirtæki misnoti úrræði á borð við hlutabótaleiðina, segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og fyrir það verði girt. Eggert Kristófersson forstjóri Eignarhaldsfélagsins Festar segir að félagið sjálft hafi enga peninga fengið úr ríkissjóði og úrræðið einungis nýtt þar sem varð að loka vegna sóttvarna.
Skeljungur hefur ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun það sem hún greiddi starfsmönnum Skeljungs sem fóru á hlutabætur í apríl.
Áfrýjunarréttur í Noregi úrskurðaði í dag að auðmanninum Tom Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi. Niðurstöðunni var vísað til hæstaréttar. Lögreglan furðar sig á henni. Ásgeir Tómasson segir frá.
Framleiðendur um allan heim hafa sýnt upptökum á sjónvarpsþáttunum Kötlu mikinn áhuga. Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir þá hafa mikinn áhuga að taka upp hér á landi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir.
Ekkert nám í kvikmyndagerð er á háskólastigi hér á landi. Átta ár eru síðan stjórnvöld létu vinna skýrslu þar sem lögð var áhersla á að slíku námi yrði komið á. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður er meðal þeirra sem hefur skorað á ráðherra að gera að því gangskör.
----------
Stjórnmálamenn og Alþýðusambandið hefur viðhaft stór orð um misnotkun hlutabótaleiðarinnar af stöndugum fyrirtækjum, Kristján Þórður Snæbjarnarson, fyrsti varaforseti ASÍ og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræddu um málið.
Einu sinni var aflabrestur helsti ógnvaldur stöðugleika íslensks hagkerfis. Nú er það brestur í komu erlendra ferðamanna, en það er ekkert náttúrulögmál að svo sé. Sigrún Davíðsdóttir tók saman.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar Björg Guðlaugsdóttir.