Margir kannast við svokallaða bjórsala, bílstjóra sem skutla bjór og áfengi til kaupenda eftir að ríkið lokar. Launsala á áfengi hefur verið stunduð hér á landi lengi og þeir sem stunda slíka iðju tilheyra í raun afar gamalli starfsstétt. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir fjallar um þessa bjórsala fyrri alda.
Skæð sýking í hálsi tónlistarkonunnar Doja Cat kemur í veg fyrir að hún geti haldið tónleika í sumar, en hún er með vinsælustu tónlistarkonum heims um þessar mundir. Sýkingin á sér nokkuð óheppilega skýringu, svo virðist sem söngkonan hafi veipað of mikið. Við skoðum stöðu veipsins í dag, en hún er nokkuð breytt frá því veipið náði fyrst vinsældum.
Harry Styles gaf á dögunum út nýja plötu, Harry?s house. Þetta er önnur sólóplata fyrrum One Direction meðlimsins en sú fyrsta kom út árið 2017. Strákahljómsveitin One Direction á sér gríðarlega marga aðdáendur, aðallega í ungum konum og stelpum. Karitas M. Bjarkadóttir er ein þeirra, hún rýnir í nýútkomna plötu Styles.