Við förum í skoðanaferð um vinnustofu fata-og textílhönnuðarinns Drífu Líftóru. Hún sýnir okkur græjurnar sínar og fatalínuna sem hún sérsaumar eftir pöntunum í mynstri sem hún þrykkir sjálf, en þar sækir hún innblástur í eigin myrkfælni og, af einhverjum ástæðum, kvikmyndina Hellraiser.
Við förum til Tékklands, á kvikmyndahátíðina Karlovy Vary þar sem Ásgeir H Ingólfsson sá íslensku kvikmyndina Dýrið og nýjustu mynd ísraelska leikstjórans Nadav Lapid, hnéskeljar Ahed.
Magnús Thorlacius eyddi sumrinu í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og ætlar að setja niðurstöður sínar í samhengi fyrir okkur í pistlaröð á næstu vikum. Magnús byrjar á að velta sér upp úr skítalæknum.
Og nýir sjónvarpsþættir um pönksveitina Sex Pistols bera á góma.