Mannlegi þátturinn

Fjórir föstudagsgestir og matarspjall við Sigga Gunn og Friðrik Ómar


Listen Later

Í dag var síðasti Mannlegi þátturinn fyrir sumarfrí, á mánudaginn tekur við Sumarmál, sem verður milli kl. 11-12 næstu u.þ.b. tvo mánuði með áhugaverðu efni, fugli dagsins og öllu tilheyrandi. En í dag er föstudagur og þá er auðvitað föstudagsgestur í þættinum þó að reyndar séu föstudagsgestirnir fjórir í þetta sinn, en þau stjórna þáttunum ásamt Ásgeiri Tómasi Arnarssyni og Magnúsi Orra Arnarssyni og Elín Sveinsdóttir hefur séð um dagskrárgerðina frá upphafi.Það eru þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Elva Björg Gunnarsdóttir, umsjónarfólk sjónvarpsþáttanna Með okkar augum. Þau eru í tökum þessa dagana á tólftu þáttaröð þessarar frábæru þátta, en þættirnir fara í sýningu í haust hér á RÚV. Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, hvaðan þau eru og hvað þeim finnst skemmtilegast að gera.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo Sigga Gunnars, Sigurð Þorra Gunnarsson, og Friðrik Ómar Hjörleifsson til þess að segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, sínum sérréttum og hvað þeim þykir skemmtilegast að elda. En Félagsheimilið, þáttur í þeirra stjórn, hefur göngu sína í dag á Rás 2 og við fengum þá til að segja okkur aðeins frá honum, en hann verður á dagskrá á föstudögum í sumar á eftir hádegisfréttir.
Tónlist í þættinum í dag:
Skólaball / Brimkló - (Magnús Kjartansson)
Ég lifi í voninni / Stjórnin (Jóhann G. Jóhannsson)
Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson og Valdimar Hólm Hallstað)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners