Ég held áfram í leiðangri mína að finna sjálft internetið, reyna að skilja hvernig það virkar og snerta það. Ég hef skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengir ísland við umheiminn, kíkt inn í gagnaver og í dag skoða í fjarskiptamastur og internetsendi.
En við ætlum að byrja á gríni. Á laugardaginn frumsýnir gamanhópurinn Fyndnustu mínar glænýtt uppistand undir yfirskriftinni Náttfatapartý í Þjóðleikhúskjallaranum, en fyrst komu þær sér fyrir með okkur í kjallaranum - eða svo gott sem - hér í Útvarpshúsinu.