Á dögunum kom út önnur sería af óvenjulegustu stefnumótaþáttum síðasta árs, Love on the Spectrum eða ást á rófinu. Í þáttunum er fylgst með ungu áströlsku fólki á einhverfurófinu stíga sín fyrstu skref í ástarlífinu og kolfella þá staðhæfingu að einhverft fólk hafi ekki áhuga á nánd, hlýju og rómantískri ást. Í tilefni nýrrar þáttaraðar rifjum við upp viðtal frá því í ágúst í fyrra við einhverfa konu, Elínu Sigurðardóttur, um hennar upplifun af þáttunum.
Í hverju felst fyrirbærið ást? Kristín Anna Hermannsdóttir er ekki viss, en veit það fyrir víst að ástin hlýtur að fela í sér einhvers konar grín. Í öðrum pistli sínum af þremur leitar hún í þjóðsögur fortíðar og uppistand í nútímanum, en meðal þess sem ber á góma eru þunglyndir grínistar og prinsessa sem hlær ekki.
Hvernig hljómar heimsendir. Það er spurning sem drífur áfram tónlistarsköpun þeirra Tómasar Manoury og Daníels Friðriks Böðvarssonar. Við kíkjum á æfingu hjá dúettinum Okuma, sem segist gera póst-apokalyptíska tónlist, heimsendatóna.