Þeir eru sígildur klæðnaður, þrunginn merkingu, rúllukragabolirnir.Svartur rúllukragabolur er allt í senn fáguð og afslöppuð flík og hefur verið einkennisbúningur ólíkustu hópa og einstaklinga. Við ræðum við Jóhannes Ólafsson rúllukragaunnanda
Samskipti og samkennd: #MeToo á mörkum reynsluheima nefnist fyrirlestur sem fer fram á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á fimmtudag, en það er Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson doktorsnemi og stundakennari í heimspeki sem beitir greiningartækjum fyrirbærafræðinnar á samfélagsbyltinguna.
Á Ólympíuleikunum í sumar var í fyrsta skipti í sögu leikanna keppt á hjólabrettum. Þar með eru hjólabrettaiðkun opinberlega orðin húsum hæf, orðin að ólympíuíþrótt, en listin að renna sér á hjólabretti á sér athyglisverða sögu. Steindór Grétar Jónsson sökkvir sér í sögu hjólbrettanna frá jaðarmenningu til redbull og mcdonalds auglýsinga.