Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn eru hjónin Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Við áttum skemmtilegt spjall við þau um lífið og tilveruna, æskuna, samband þeirra og þeirra samvinnu í leikhúsi og listinni. Þau áttu ólíkt uppeldi og ætluðu sér ekki að fara sömu leið í listum, en annað kom á daginn.
Matarspjallið byrjaði svo aftur í dag eftir sumarfrí. Þessa dagana er fólk úti um allt land að týna ber, ýmist upp í sig eða í ílát. Það eru rifsberin í görðunum, bláberin og krækiberin í móunum og svo er spurningin hvað gera á við uppskeruna. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Sigurlaugu Margréti í dag frekar en fyrri daginn.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON