Mannlegi þátturinn

Keltar Þorvalds, draumavinkill og Kristján lesandi vikunnar


Listen Later

Nýjustu rannsóknir á erfðaefni Íslendinga veita merkilegar upplýsingar um uppruna landnámskmanna. Um 63% landnámskvenna voru ættuð frá Bretlandseyjum en einungis 37% frá Noregi og annarsstaðar af Norðurlöndum. 80% af íslenskum landnámskörlum virðast hins vegar ættaðir frá Norðurlöndum en 20% frá Bretlandi. Fjöll, firðir og dalir skarta keltneskum nöfnum og svo er framburður íslenskrar tungu að mörgu leiti ekki norrænn heldur keltneskur. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Keltar eftir Þorvald Friðriksson. Bókin fékk nýlega bókmenntaverðlaun bóksala í flokki fræðibóka. Þorvaldur kom í þáttinn í dag.
Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að draumum, sem hann segir viðfangsefni sem hann hefur lengi haft svolítinn áhuga á, þrátt fyrir að hann muni eiginlega aldrei hvað hann dreymir sjálfur.
Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Sigurjónsson fréttamaður. Hann ætti að vera hlustendum góðu kunnur úr einmitt fréttunum og Speglinum. En við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Kristján talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Tættir þættir eftir Þórarinn Eldjárn
Óvinafagnaður, Ofsi, Skálmöld, Skáld, Opið haf og Þung ský eftir Einar Kárason
Hungur eftir Stefán Mána
Selurinn Snorri eftir Frithjof Sælen
Undir fönn eftir Jónas Árnason
Tónlist í þættinum í dag:
Þriggja fasa jól / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen)
Mistletoe and Holly / Frank Sinatra (Frank Sinatra, Hank Sanicola og Doc Stanford)
Ding dong / Kór Langholtskirkju (Enskt/franskt jólalag, texti Gunnlaugur V. Snævarr)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners