Mannlegi þátturinn

Linda á Svalbarða, afstaða til samkynhneigðar og Benny Anderson


Listen Later

Við kynntumst Lindu Ársælsdóttur í þættinum í dag. Linda hefur eytt stórum hluta síðustu 10 ára annars vegar á Svalbarða og hins vegar á suðurskautslandinu og þess á milli hefur hún verið landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Sem sagt eyðir hún vetrunum annars vegar á norðurhjara og hins vega á suðurhjara jarðarinnar. Svo vill svo skemmtilega til að Linda er frá Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, sem að minnsta kosti hingað til við höfum ekki haldið að væri með neina sérstaka tengingu við Svalbarða, eyjaklasan í Norður-Íshafi, aðra en nafnið, þangað til nú. Linda sagði okkur frá því hvað hún er að bralla á þessum ystu hjörum jarðar í þættinum í dag.
Á morgun fer fram fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð RIKK ? Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Breytt afstaða til samkynhneigðar - Viðhorf Íslendinga yfir tíma. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar, sem hún hefur verið að vinna ásamt Silju Bára R. Ómarsdóttur og Sunnu Símonardóttur, sem byggir á könnun sem hefur verið gerð reglulega frá árinu 1984. Það er óhætt að segja að afstaða Íslendinga til samkynhneigðar hefur breyst mikið á ekki lengri tíma.
Flestir vita hver Benny Andersson er, einn fjórði af ABBA og einn þekktasti lagahöfundur í heimi. Benny hefur í seinni tíð samið mikið af þjóðlagatónlist sem og kórtónlist og þetta er einkar áhugavert efni og sýnir nýja hlið á þessum merka lagahöfundi. Á morgun verða sérstakir tónleikar í Víðistaðakirkju tileinkaðir Benny Andersson og þar koma fram kórar, hljóðfæraleikarar og einsöngvarar. Við ræddum við Svein Arnar Sæmundsson stjórnanda í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Háa c / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og Moses Hightower)
Ekkert mál / Elín Ey (Ragnhildur Gísladóttir)
Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Du ar min man / Benny Anderson Orkester og Helen Sjöholm (Benny Andersson og Björn Ulvaeus)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners