Steindór Grétar Jónsson er flytur pistil frá Cannes-kvikmyndahátíðinni þetta árið. Kvikmyndahátíðin hófst þann 17. maí og stendur yfir til 28. maí. Steindór hitti unga leikarann Magnús Maríuson sem fer með hlutverk í kvikmyndinni The Vagabonds eftir Doroteyu Dromevu, sem er frumsýnd á hátíðinni,
Hin 75 ára gamla Margrét Sigfúsdóttir á aðeins örfáa daga eftir í starfi sínu sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Því hlutverki hefur hún gegnt í 24 ár. Það hefur margt breyst síðan Margrét fór sjálf í sitt nám, þegar hússtjórnarskólar voru starfræktir víðast hvar á landinu og konur skikkaðar af fjölskyldum sínum í slíka skóla. Með breyttum tímum og viðhorfum í samfélaginu hafa nánast allir slíkir skólar lokað dyrum sínum, fyrir utan þá tvo sem eru eftir, í Reykjavík og á Hallormsstað. Við ákváðum að setjast niður með Margréti og ræða við hana á þessum tímamótum, um skólann, kennsluna og lífshlaup hennar