Mannlegi þátturinn

ME félagið, mannauður og sauðburður á Ströndum


Listen Later

ME er fjölvirkur krónískur taugasjúkdómur sem fólk á öllum aldri getur veikst af, yfirleitt eftir veirusýkingar. ME hefur hamlandi áhrif á hina ýmsu starfsemi líkamans, en sjúkdómurinn hefur áhrif á líkamann í heild, taugakerfi, ónæmiskerfi og efnaskipti. Líkaminn hefur þar af leiðandi skerta getu til að framleiða orku og virka eins og áður. Við fengum Guðrúnu Sæmundsdóttur, formann ME félags Íslands, í þáttinn til að fræða okkur meira um ME. Hægt er að nálgast frekari fróðleik á www.mefelag.is
Á fimmtudaginn er Alþjóðlegur mannauðsdagur haldinn hátíðlegur um allan heim. Sumir segja að þessi áratugur verði áratugur mannauðsstjórans á meðan sá síðasti var áratugur fjármálastjórans. Það er mikið að breytast í mannauðsstjórnun fyrirtækja, ný kynslóð kýs meiri sveigjanleika og fjölskylduvænni vinnutíma. Og við veltum fyrir okkur spurningunni: Hvað er það sem gerir okkur að eftirsóttum starfskröftum á vinnumarkaðnum? Ásdís Eir Símonardóttir formaður félags Mannauðsfólks á Íslandi kom í þáttinn.
Vorið er kalt á Ströndum þetta árið, næturfrost á hverri nóttu sem gerir t.d. bændum erfitt fyrir í sauðburði. Samt sem áður láta vorboðarnir ekki stoppa sig, farfuglar mæta til sinna starfa og sauðburður spyr ekki um tíðafar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason bónda á Heydalsá í fjárhúsunum og ræddi við hann um sauðburð og sauðalitina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners