Á morgun opnar myndlistarsýningin Tveir heimar í Iðu Zimsen. Þar verða sýnd verk sem Mouhamed hefur unnið að undanfarin 5 ár. Hann kemur frá Mauritaníu og hefur búið á Íslandi síðan 2010/11. Við ræðum við Mouhamed Lo og Láru Jónu Þorsteinsdóttur.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska sjónvarpsþætti sem koma úr smiðju Birkis Blæs Ingólfssonar og Harðar Rúnarssonar.
Að lokum fáum við pistil frá Atla Bollasyni sem er með hugann við ferðamannastaðinn Taormina á Sikiley.