Þrátt fyrir að í vopnahléssamkomulaginu sé kveðið á um óhindrað streymi lífsnauðsynlegra hjálpargagna inn á Gaza, þar á meðal grundvallarnæringar fyrir börn sem soltið hafa heilu hungri mánuðum saman, þá er raunveruleikinn annar, segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi sem er nýkomin frá Palestínu.
Um 100 starfsmenn hjá fimm stærstu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áminntir fyrir brot í starfi og 20 hefur verið sagt upp að undangenginni áminningu. frá 2022. Nær 18.000 starfa hjá sveitarfélögunum.
Undanfarna mánuði hafa á sjöunda tug manna fallið í árásum bandaríska hersins á báta í Karíba- og Kyrrahafi undan ströndum Mexikó, síðast þrír um helgina. Hernaðarviðbúnaður Bandaríkjanna í og við Karíbahaf hefur stóraukist undanfarna mánuði og hefur aldrei verið meiri, Bandaríkjaforseti talar um stríð við eiturlyfjasmyglara en greinendur telja margir að olía sé rótin.