Það er tímabært að sækja til hægri sagði nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. En hvað þýðir það? Hvernig lítur það hægri út? Júlíus Viggó var á dögunum kjörinn formaður SUS og við ræddum hægrið, þjóðleg gildi, frjálslyndi og íhald. Og hvort það sé hægri sveifla hjá ungu fólki.
Una Ragnarsdóttir er tiltölulega nýbúin að vera í menntaskóla hvar hún var látin lesa Laxness. Í kjölfar frétta um að bækur hans væru svo að segja að hverfa af námskrá framhaldsskóla hafði hún áhuga á því að ræða við nemendur skóla sem lesa og lesa ekki Halldór Laxness. Hvers vegna ættum við að lesa Sjálfstætt fólk? Vilja unglingar lesa Sjálfstætt fólk?