Í fimmtán ár hafði Sveinbjörn Þórðarsson hugbúnaðarsérfræðingur kvartað yfir því að allar ensk-íslenskar orðabækur væru lokaðar á bakvið greiðslugátt. Nú hefur hann loks tekið málin í eigin hendur, skannað inn 90 ára gamla orðabók, uppfært og gert aðgengilega ókeypis á netinu.
Teiknimyndateiknarinn og myndlistarkonan Sara Gunnarsdóttir er ein af þeim sem á mynd á Stockfish kvikmyndahátíðinni. Það er teiknimyndin My Year of Dicks, eða Ár mitt af tittlingum, en hún fjallar um unglingsstúlku sem hefur gert það að markmiði sínu að missa meydóminn.
25 ára afmælistónleikar Gus Gus fóru fram í Hörpu um helgina, tveimur árum of seint. Umgjörðin var vegleg, gamlir hljómsveitarmeðlimir mættu og lög af öllum plötum sveitarinnar voru leikin. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í tónleikana og stöðu Gus Gus í íslensku menningarlandslagi.