Lestin

Pólitískar fótboltatreyjur, sársaukalist, galtómt leikhús í London


Listen Later

Það verður ekki hægt að sjá neinar sýningar í New Diorama leikhúsinu í London í haust. Engir miðar til sölu. Ástæðan, samkvæmt listrænum stjórnanda leikhússins, David Byrne, er meðal annars sú að þau er einfaldlega komin með leið á því að sýna sömu verkin með sömu hópunum. Leikhúsið kallar þetta sína róttækustu uppsetningu hingað til, að hafa leikhúsið tómt. Þetta er fjárfesting í þróun á nýjum sviðslistaverkum, sviðslistaverkum sem eiga að vera áhættusæknari og djarfari en það sem hefur áður sést. En hvað þýða þessar aðgerðir fyrir sviðslistafólk í London?
Assa Borg Þórðardóttir flytur pistil um óþægilega, sársaukafulla list frá tveimur ólíkum listamönnum: japanska hávaðalistamanninum Masonna og bandaríska grínistanum Eric Andre.
Þann 30. október fer í Brasilíu fram seinni umferð forsetakosninga, þar sem eigast við hinn vinstrisinnaði Lula og íhaldsmaðurinn, þjóðernissinninn og popúlistinn Jair Bolsanaro. Sá síðarnefndi klæðist reglulega hinni kanarí-gulu keppnistreyju brasilíska fótboltalandsliðsins við ýmis tilefni og er búningurinn orðinn að einkennisklæðnaði stuðningsmanna hans í kröfugöngum og kosningafundum. Andstæðingar Bolsanaros gera nú allt til að hrifsa þetta sameiningartákn úr höndum popúlistans.
En brasilíski búningurinn er ekki sá eini sem er orðinn að pólitísku bitbeini fyrir heimsmeistaramótið í Katar í lok ársins. Nú á dögunum kynnti danska landsliðið sinn búning fyrir mótið og er sá búningur hannaður til að mótmæla stöðu mannréttindamála í Katar. Við ræðum pólitík og fótboltatreyjur við Stefán Pálsson sagnfræðing.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LestinBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Lestin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

478 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

92 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

72 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

33 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

33 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners