MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 23.APRÍL 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL
Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá Ragnhildi Jónsdóttur myndlistarkonu - sem kannski er betra að titla sem álfakonu eða jafnvel bara álfkonu. Ragnhildur er nýkomin heim af kvikmyndahátíð í San Francisco þar sem hún tók á móti Golden Gate verðlaunum fyrir bestu heimildarmyndina. Mynd sem heitir the Seer and the unseen sem mætti kannski þýða sem Sjáandinn og hið óséða. Ragnhildur kemur til okkar eftir nokkrar mínútur og segir okkur frekar frá myndinni, ævintýralegu ferðalagi til Bandaríkjanna og ef til vill fáeinar fréttir af stöðu mála í hulduheimum.
Rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík er ein fullkomnasta rækjuvinnsla á
landinu. Sigurbjörn Úlfarson er nýtekinn við framkvæmdastjórastöðu þar
og þótt nokkrir erfiðleikar hafi verið í rekstrinum lítur Sigurbjörn
framtíðina björtum augum. KE hitti Sigurbjörn og ræddi við hann um
verksmiðjuna og fékk að fylgjast með vinnslunni
Erla Skúladóttir leikkona og kvikmyndagerðarkona hefur búið í New York í 30 ár og haslað sér völl þar sem og hér á landi, í kvikmyndagerðinni og hún er einnig ein af handritshöfundum að nýrri sjónvarpsþáttaröð sem fer í loftið í haust. Mannlegi þátturinn hitti Erlu á kaffihúsi á Manhattan í New York og spurði út í verkefnin og einnig útí lífið í stórborginni.