Mannlegi þátturinn

Rannsóknir um vændi, áreitni á vinnustað og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi.
Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK, til að koma í þáttinn til okkar og segja okkur frá þessari herferð og vitundarvakningunni.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Áfram sagði Magnús af ferðum sínum um Evrópu, nú frá Frakklandi og Spáni. Hann heimsótti borgirnar Orange og Arles sem eru báðar frægar fyrir merkilegar og fornar byggingar og myndlistamenn. Hann sagði líka frá Salvador Dalí safninu î Figueres á Spáni, strandbænum Tossa de Mar og fleiri stöðum í Katalóníu. Hann endar í Palma de Mallorca og segir meðal annars frá stærsta diskoteki í heimi.
Tónlist í þættinum í dag:
Hlíðin mín fríða / GÓSS (F. Flemming og Jón Thoroddsen)
Time in a Bottle / Jim Croce (Jim Croce)
Stand By Me / Ben E. King (Ben E. King, Jerry Leiber og Mike Stoller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners