Miðvikudagur 3. desember
Trump, oflækningar, íslenskan, fátækt og Fríða
Er Trump orðinn rumur, þreyttur og gamall? Við ræðum þetta meðal annars í Trumptíma dagsins. Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Frosti Logason ritstjóri Nútímans og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn. Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir ræðir með hispurslausum hætti stöðu geðheilbrigðis, lækningar, oflækningar, lyfjanotkun, fíkn og fordóma við Björn Þorláks. Ólína Kjerúlf Þorvarardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, á sæti í íslenskri málnefnd, er hagyrðingur og verndarsinni í íslensku. Lina Hallberg er tannlæknir, ættuð frá Svíþjóð, alinn upp í Sviss, fluttist til Íslands er áhugamanneskja um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þær tvær ræða hrörnun íslenskunnar við Gunnar Smára. Laufey Líndal ræðir við þrjú af þeim sem voru með erindi á málþingi um fátækt: Af hverju leggur þú ekki bara fyrir? Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi hjá LSH og Halldóri S. Guðmundssyni og Guðnýju Björk Eydal prófessorar í félagsráðgjöf við HÍ.