Dreifinga- og framleiðslufyrirtækið A24 hefur á undanförnum áratug stimplað sig inn sem eitthvað það framsæknasta og svalasta í kvikmyndabransanum. Nafn fyrirtækisins er kannski ekki endilega gæðastimpill, frekar loforð um að eitthvað óvenjulegt og óvænt muni eiga sér stað á skjánum. Við kynnum okkur A24 og ræðum tilraunakenndar kvikmyndir þeirra við Gunnar Theodór Eggertsson.
Samfélagsmiðillinn BeReal nýtur mikilla vinsælda um allan heim, hann krefst ekki mikils af þér, bara að þú sért raunveruleg. Einu sinni á dag, á sama tíma og allir vinir þínir sem nota miðilinn, þarftu að taka mynd af því sem þú ert að gera einmitt þá stundina.
Barir og skemmtistaðir í Los Angeles loka lögum samkvæmt klukkan tvö að nóttu en þá fyrst byrjar ballið þar vestra. Þórður Ingi jónsson ræðir við partýdrottninguna og plötusnúðinn Mapamota í L.A. sem stýrir fjörinu þegar kvölda tekur.