Þorkell Steindal ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá áhugaverðum snjallforritum, eða öppum, sem nýtast fólki með sjónskerðingu. Þetta eru sem sagt nokkur forrit sem koma að gagni fyrir þau sem nýta sér snjalltæki til að komast leiðar sinnar, bæði innanhúss, utanhúss og til að lesa í aðstæður, umferðina og götuljós. Þorkell fræddi okkur um þessi forrit í þættinum og við fengum líka að heyra hljóðdæmi úr forritunum.
Ég lifi enn - sönn saga er nýtt íslenskt leikverk, innblásið af persónulegri reynslu af því að fylgja nánum aðstandendum inn í síðasta æviskeiðið eða að vera staddur í því sjálfur. Einnig byggir sýningin á vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, unnum með stuðningi Reykjavíkurborgar. Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Við viljum eldast af virðingu og reisn en er forgangsröðunin skýr? Þegar við eldumst er hver sjálfum sér næstur. Er þetta það samfélag sem við viljum? Við fengum sviðslistakonurnar, Halldóru Rósu Björnsdóttur, Ingibjörgu Grétu Gísladóttur og Þórey Sigþórsdóttur, sem allar taka þátt í sýningunni, ásamt öflugum leikhópi af eldri kynslóðinni og Breiðfirðingakórnum, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 6. janúar.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergs og Jóhannes úr Kötlum)
Eitt lítið jólalag / Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið (Magnús Kjartansson)
Fairytale of New York / The Pogues og Kirsty MacColl (Finer & McGowan)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR