Við hittum tónlistarkonuna Unu Torfa sem gefur út sína fyrstu plötu á miðnætti, stuttskífuna Flækt og ung og einmana. Við ræðum um Ed Sheeran, söngelskan ráðherra og hvaða áhrif lífshættulegt krabbamein hefur á unga listakonu.
Næstu vikur mun Berglind Rós Magnúsdóttir skoða ýmsar birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi, og að þessu sinni veltur hún fyrir sér hlutverki framhaldsskóla í að viðhalda slíkri aðgreiningu.
Og við heyrum hvernig tónleikahald í Ísrael heldur áfram að vera deilumál, en bandaríska indísveitin Big Thief hefur hætt við umdeilda tónleika sem áætlaðir voru í Tel Aviv í júlí.