Top Gun 2 er vinsælasta kvikmynd heims um þessar mundir. Mynd sem fjallar um orrustuflugmenn í flottum einkennisbúningum, með sólgleraugu, hvítar tennur og breiða kjálka. Mynd sem varpar jákvæðu ljósi á bandaríkjaher og herþjónustu. Enda kemur herinn að gerð Top Gun eins og svo mörgum öðrum kvikmyndum í Hollywood. Við kynnum okkur söguna af samkrulli hernaðar og skemmtanaiðnaðar með Sveini Mána Jóhannessyni sagnfræðingi.
Útskriftarsýning nemenda í myndlist, arkitektúr og hönnun úr Listahaskóla Íslands ber yfirskriftina Verandi Vera, við kíkjum á Kjarvalsstaði og kynnum okkur það sem framtíð íslensku listasenunnar er að velta fyrir sér.
1986 voru erlendir fréttamenn staddir á Íslandi til þess að flytja fréttir af leiðtogafundinum í Höfða, fundi Gorbachev og Reagan. Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir skoðar hvernig íslenskur matur var framreiddur fyrir blaðamennina, sem hafði verið komið fyrir í Hagaskóla.