Að lifa sykurlausu lífi er betra líf segja þær Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, og Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Sykurinn getur, blandaður við annað, skapað bólgur í líkamanum sem svo geta þróast út í vandamál og sjúkdóma eins og til dæmis of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról, gigtarsjúkdóma, hjartasjúkdóma, sykursýki, meltingarfærasjúkdóma o.fl. Þær Gurrý og Inga segja að minnkandi sykurneysla hafi góð áhrif á heilsuna, en þær fóru yfir það hvernig er best að snúa sér í þessum málum.
Fuglavernd stendur fyrir kosningu um fugl ársins. Við heyrðum því í Brynju Davíðsdóttur, verkefnastjóra hjá Fuglavernd og forvitnuðumst um kosninguna í ár.
Við höfðum svo að lokum samband við Ómar Smára Kristinsson, hjólabókahöfund og fararstjóra í hjólaferð yfir Kjálkafjörð, Mjóafjörð og Þingmannaheiði. Áður fyrr var sagt að Þingmannaheiði hafi verið 6 roðskóa heiði, þó er það er ekki líklegt að margir þáttakendur í ferðinni verði í roðskóm en það mun reyna reglulega á dekkin undir hjólunum yfir hrjóstruga heiðina. Við fengum Ómar til að segja okkur frá þessari ferð og hjólabókunum sem hann hefur verið að skrifa.
Tónlist í þættinum í dag:
Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson - Vilhjálmur frá Skáholti)
God song / Emmylou Harris
Allentown / Billy Joel
Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON