Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Í síðustu viku samþykkti Evrópuráðsþingið þingsályktun og tilmæli til aðildaríkja Evrópuráðsins um raunverulegar trúverðugar aðgerðir til þess að berjast gegn kynferðislegri mismunun kvenna í stjórnmálum í Evrópu. „Það er pólitík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kynferðislegu áreiti og jafnvel kynferðislegu ofbeldi við störf sín í pólitík,“ segir Þórhildur Sunna, en hún kom í heimsókn í dag.
Hafþór Óskarsson er fæddur og uppalinn á Drangsnesi en eftir nám í sálfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði hóf hann störf hjá fyrirtækinu Pink Iceland og stofnaði síðar ásamt öðrum systurfyrirtæki þess Propose Iceland. Hafþór kom í heimsókn á Drangsnes og sagði Kristínu Einarsdóttur frá forvitnilegri starfsemi þessara fyritækja.
Námskeiðin „Stelpur geta allt“ eru fyrirbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið sem miða að því að styrkja þekkingu stelpna á hugtakinu sjálfsmynd ásamt því að leggja til leiðir sem þátttakendur geta notfært sér til þess að koma í veg fyrir neikvæða þróun á eigin sjálfsmynd. Kristín Tómasdóttir sér um þessi námskeið og kennir þau og byggir þau á bókunum sínum: Stelpur, Stelpur A-Ö, Stelpur geta allt og Stelpur - 10 skref að sterkari sjálfsmynd. Við töluðum við Kristínu í dag.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON