Mannlegi þátturinn

Þórhildur Sunna, Hafþór og Propose Iceland og stelpur geta allt


Listen Later

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata og for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Í síðustu viku samþykkti Evr­ópu­ráðs­þingið þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um raun­veru­legar trú­verð­ugar aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­munun kvenna í stjórnmálum í Evr­ópu. „Það er póli­tík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kyn­ferð­is­legu áreiti og jafn­vel kyn­ferð­is­legu ofbeldi við störf sín í póli­tík,“ segir Þórhildur Sunna, en hún kom í heimsókn í dag.
Hafþór Óskarsson er fæddur og uppalinn á Drangsnesi en eftir nám í sálfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði hóf hann störf hjá fyrirtækinu Pink Iceland og stofnaði síðar ásamt öðrum systurfyrirtæki þess Propose Iceland. Hafþór kom í heimsókn á Drangsnes og sagði Kristínu Einarsdóttur frá forvitnilegri starfsemi þessara fyritækja.
Námskeiðin „Stelpur geta allt“ eru fyrirbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið sem miða að því að styrkja þekkingu stelpna á hugtakinu sjálfsmynd ásamt því að leggja til leiðir sem þátttakendur geta notfært sér til þess að koma í veg fyrir neikvæða þróun á eigin sjálfsmynd. Kristín Tómasdóttir sér um þessi námskeið og kennir þau og byggir þau á bókunum sínum: Stelpur, Stelpur A-Ö, Stelpur geta allt og Stelpur - 10 skref að sterkari sjálfsmynd. Við töluðum við Kristínu í dag.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners