Þriðjudagur 2. desember
Ríkið styrkir Viðskiptaráð, fjölmiðlar, Úkraína og rafmagnsþörf
Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar ræðir við Sigurjón Magnús um framlög ríkisins til áróðursmaskína fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Jón Trausti Reynisson blaðamaður á Heimildinni og Ólafur Arnarson, blaðamaður á DV ræða ástandið í fjölmiðlaheiminum og blaðamennskuna í kjölfar skertrar fréttaþjónustu. Björn Þorláks spyr þá hvort þeir eigi von á róttækri innspýtingu fyrir blaðamennskuna í vikunni þegar Logi Einarsson ráðherra sýnir á spilin. Hilmar Þór Hilmarsson fer yfir stöðuna í friðarviðræðum um Úkraínu í samtali við Gunnar Smára, hversu langt er á milli aðila og ólíklegt sé að það bil verði brúað. Þá er líklegast að stríðið haldi áfram þar til Rússar telja sig hafa náð markmiðum sínum. Mikil stemmning virðist fyrir stórauknum virkjanaframkvæmdum á sama tíma og 13 prósent orkunnar eru munaðarlaus vegna bilunar hjá Norðuráli. Andrés Skúlason náttúruverndarsinni og Snorri Hallgrímsson, varaformaður ungra umhverfissinna, ræða stöðu umhverfismála í samtali við Björn Þorláks.