Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þuríður Sigurðardóttir söng- og myndlistarkona. Þuríður ólst upp ásamt fimm systkinum við söng og hestamennsku í Laugarnesinu í Laugarnesbænum og þar byrjuðum við einmitt spjallið við Þuríði í dag. Hún sagði okkur frá æskunni í Laugarnesinu, upphafi söngferilsins, sem hófst á skemmtilegan hátt árið 1965. Svo leiddi hún okkur í gegnum langan farsælan ferilinn og yfir í myndlistarferilinn sem er í fullum gangi í dag.
Og Þuríður Sigurðardóttir var áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar sagði hún okkur meðal annars frá því hvernig hún gerir saltkjötsbollur, fiskibollur og kjötfars í anda móður sinnar en Þuríður er mikill listakokkur.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég á mig sjálf / Þuríður Sigurðardóttir (Chris Andrews - Ómar Ragnarsson)
Ég ann þér enn / Þuríður Sigurðardóttir (Les Reed, Berry Mason, Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson)
Gleðin með þér / Þuríður Sigurðardóttir (lagahöf. ókunnur, Helgi Pétursson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON