Þrátt fyrir að einhverju mest áberandi dómsmáli áratugarins sé nú lokið, meiðyrðamáli leikaranna og fyrrum hjónanna Johnny Depp og Amber Heard, heldur fólk áfram að rífast um þýðingu dómsins og málsins. Hvað segir það okkur um Metoo, um stöðu þolenda heimilisofbeldi, um frjálsa tjáningu á 21. öldinni? Hledís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur veltir fyrir sér hvort rétt sé að lesa hugmyndafræðilega merkingu í þetta einstaka dómsmál.
Síðasti þátturinn af Vitjunum var sýndur á RÚV á dögunum. Salvör Bergmann hefur verið að horfa á þættina og segir hvað henni fannst.
Nú um helgina fór heimildamyndahátíðin Skjaldborg fram á Patreksfirði. Þriggja daga hátíð með fjölda nýrra heimildarmynda, erlendum gestum og plokkfiskveislu svo eitthvað sé nefnt. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar Velkominn Árni sem hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.