Fyrir aldarfjórðungi birtist jóladagatalið Hvar er Völundur í fyrsta á skjám landsmanna.
Hvar er Völundur er einnig til sýninga í ár í ólínulegri dagskrá á spilara ríkisútvarpsins, en þar má sjá hina bráðungu Gunnar Helgason og Felix Bergsson leita að téðum Völundi, og jólagleðinni, í stærðarinnar Völundarhúsi.
Júlía Margrét Einarsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar lítur um öxl á það sem staðið hefur upp úr í sjónvarpi og á streymisveitum síðastliðið ár. Júlía horfði auðvitað ekki á bókstaflega allt sem út kom á síðasta ári, en ef einhver ætti að vera komin með ferköntuð augu, þá er það hún.
En við lítum einnig fram á við. Birna Stefánsdóttir kynnir sér sögu völvunnar. Völvuspá er árviss hluti af íslenskri fjölmiðlun um árámót en sló fyrst í gegn þegar Völva vikunnar spáði fyrir um komu Richard Nixon Bandaríkjaforseta til landsins árið 1976.