Sunna Svavarsdóttir myndlistarkona opnaði sýninguna Weight Serie í Gallerí Port á Laugavegi síðustu helgi - þar sem hún rannsakar hreyfiorku líkamans. Sunna er frá Akureyri og lærði við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag og útskrifaðist þaðan árið 2019 en flutti svo til Íslands þegar Covid skall á. Við lítum inn á Gallerí Port í dag.
Smá smár er nýtt lag frá leikaranum og tónlistarmanninum Ara Ísfeld Óskarssyni. Lagið var upphaflega hluti af sýningunni How to make love to a man sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í fyrra, sem leikhópurinn Toxic kings setti upp. Þar glímdu þeir við ýmsa fleti karlmennskuhugmyndarinnar og í þessu lagi syngur Ari Ísfeld um hvað það er gott að fá að vera lítill í sér og sýna tilfinningar.
Og Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um sýningu Pussy Riot í Þjóðleikhúsinu út frá hugmyndum Foucault um alsæi.