Mannlegi þátturinn

Yrsa Sigurðardóttir föstudagsgestur og matarspjallsgestur


Listen Later

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fengum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnuðumst við um mat í skáldsögunum hennar og meira að segja um notkun á gulls í mat. Þátturinn byrjar lagi sem Yrsa valdi, þetta er hljómsveitin Unun með lagið Lög unga fólksins.
Tónlist í þætti dagsins:
Lög unga fólksins / Unun (Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmarsson)
The Only Living Boy in New York / Simon & Garfunkel (Paul Simon)
Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson)
UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners