Seiðandi máttur Þjórsárdals hefur laðað að sér fornleifafræðinga í meira en öld. Hvers vegna? Hvað er að finna þar? Á Þjórsárdalur eitthvað skylt við Pompeii?
Fyrsti þáttur Moldvarpsins fjallar um norrænan leiðangur fornleifafræðinga í Þjórsárdal árið 1939. Aðdragandinn, uppgröfturinn, fornleifafræðingarnir, niðurstöðurnar, dramað og stríðið.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði