Eyvindur Karlsson og Kristján Atli fara á dýptina og eru ósammála um hvort það sé jákvætt eða neikvætt hjá íþróttaliði að leitast við að niðurlægja andstæðinga sína. Þá velta þeir fyrir sér þróun aðlagana á tölvuleikjum, sem hafa stökkbreyst á síðustu árum. Þá ræða þeir skyldur sínar sem foreldri til að miðla eldri klassík til komandi kynslóða. Hljómsveitarnafn dagsins er einnig á sínum stað.