Eyvindur Karlsson og Kristján Atli reyna að koma hvor öðrum á óvart með atriðum sem þeir vita ekki um hvorn annan, svo ræða þeir hjátrú og spyrja hvernig best er að gangast við mistökum og hvernig samfélag getur tekið á því þegar einhver reynir að leiðrétta sig. Loks ræða þeir alls konar fíkn og bera saman umræðu við umræðu um andlega kvilla. Hljómsveitarnafn þáttarins er á sínum stað.