Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um fyrstu snjóviku komandi vetrar áður en þeir velta fyrir sér hvort streymisveiturnar hafi gengið of langt í ljósi nýlegra vinsælda ólöglegs niðurhals. Þá ræða þeir um þær hljómsveitir sem þeir hafa ofnæmi fyrir áður en þeir fara yfir feril Dr Hook og velja sín 5 uppáhalds lög hvor. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.