Eyvindur Karlsson og Kristján Atli ræða um nýútkomna stórmynd Guillermo del Toro um Frankenstein. Þá spyrja þeir sig hvenær sé rétt að kalla fólk fávita. Kristján segir frá rokkmessunni Skonrokk sem fór fram um helgina áður en Eyvindur veltir fyrir sér mikilvægi þess að láta verða af draumum sínum. Hljómsveitarnafn dagsins er á sínum stað.