Konur í tækni

23. Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar


Listen Later

Gestur okkar að þessu sinni er Linda Heimisdóttir. Linda er með MA og doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell háskóla. Linda hefur áralanga reynslu úr máltæknigeiranum en áður en hún tók við núverandi starfi, starfaði hún hjá alþjóðlega fyrirtækinu Appen, sem sérhæfir sig í söfnun og merkingu gagna fyrir máltækni og gervigreind. Linda gekk til liðs við Miðeind, sem er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, í byrjun árs 2023, þá sem rekstrarstjóri fyrirtækisins en hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra síðan í júní.

Í þættinum ræða Hildur og Linda meðal annars:

  • Hvernig lífið leiddi hana áfram í málvísindin og síðar í máltækni
  • Námsárin í Cornell háskólanum í New York fylki
  • Störfin hjá Appen þar sem hún vann m.a. verkefni fyrir Microsoft
  • Ákvörðunina um að flytja til Íslands, til að starfa við íslenska máltækni, eftir 15 ára búsetu í Bandaríkjunum
  • Byltinguna sem hefur orðið í máltækni með tilkomu Chat GPT
  • Gefandi samstarf Miðeindar við Open AI
  • Styrkinn frá Evrópusambandinu til gerðar gervigreindarmállíkans þar sem evrópsk gildi eru höfð að leiðarljósi
  • Hvað morgunhlaup og sund eru endurnærandi á milli þess sem hún kennir sjálfri sér að spila á píanó
  • Linda minnist á hlaðvörp sem hún mælir með:

    Hard Fork

    This American Life

    Radio Lab

    Explo Word Game er appið frá Miðeind sem Hildur minnist á að nota

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.


    Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram


    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar þáttarins eru Sýn og Geko

    ...more
    View all episodesView all episodes
    Download on the App Store

    Konur í tækniBy Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi