Konur í tækni

27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri


Listen Later

Gestur okkar að þessu sinni er Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Oktavía er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og reyndur ráðgjafi á sviði heildræns nets- og upplýsingaöryggis. Hán hefur þróað og skapað verkefni og fyrirtæki sem tengjast öryggi, menningu og tækni um allan heim.

Oktavía var meðstofnandi þankatanksins future404 ehf. og situr í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins.

Í þættinum ræða Hildur og Oktavía meðal annars:

  • Uppvaxtarárin í Danmörku
  • Menntaskólaárið í Bandaríkjunum þar sem hán kynntist tölvum og möguleikum tækninnar
  • Mikilvægi þess að vinna með höndunum og skapa til jafnvægis við nám sem leiddi hán að vinna hjá bifreiðaverkstæði með menntaskóla
  • Árin í CBS í Kaupmannahöfn og starfið hjá Telia í Danmörku og lærdóminn sem fylgdi verkefnunum þar
  • Meistaranámið sem endaði með tvöfaldri meistaragráðu frá háskólanum í Hróarskeldu
  • Starfið fyrir International Media Support sem leiddi hán um allan heim og oft í hættulegar aðstæður
  • Frumkvöðlaverkefni fjármagnað af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um heildrænt net- og upplýsingaöryggi
  • Pólitíkina og setu á Alþingi Íslendinga eftir 30 ára búsetu erlendis
  • Hlutverk háns í ráðgjafahópi Sameinuðu þjóðanna um málefni internetsins og undirbúning stórrar ráðstefnu um málefnið sem fer fram í Sádi-Arabíu
  • Bíladelluna og hvað það er ekkert betra en að fara í sund og hvað það er líka gott að gera bara alls ekki neitt
  • ----------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ----------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar eru Sýn, Advania og Geko

    ...more
    View all episodesView all episodes
    Download on the App Store

    Konur í tækniBy Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi