Í þriðja þætti RÚS talar Kristín Eiríksdóttir rithöfundur um lífshlaup og þrotlaust starf móður sinnar Ingibjargar Haraldsdóttur við þýðingar rússneskra bókmennta. Kristín er jafnframt lesari í hugvekju um þýðingarstarf Ingibjargar, en Ása Helga Hjörleifsdóttir les einnnig í henni.
Þættirnir eru í umsjón Gunnars Þorra Péturssonar. Aðstoð við dagskrárgerð og samsetning er í höndum Guðna Tómassonar.