Konur í tækni

31. Auður Ösp Ólafsdóttir, markaðsklappstýra


Listen Later

Gestur okkar í þessum þætti er Auður Ösp Ólafsdóttir. Auður miðlar af miklum krafti óteljandi ráðum og reynslusögum til fylgjenda sinna á LinkedIn á sama tíma og hún byggir upp eigið fyrirtæki og stundar MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áralanga reynslu að vefstjórnun og efnissköpun og byggði m.a. upp ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavik. Hún starfar nú sem ráðgjafi þar sem hún hjálpar fyrirtækjum að fóta sig í stafrænum heimi.


Í þættinum ræða Hildur og Auður meðal annars:

  • Ævintýralegt ferðalag að stúdentsprófi
    • Hvernig forvitni hefur leitt hana áfram í gegnum lífið
    • Hvernig áhugi hennar á leitarvélabestun varð til þess að hún stofnaði ferðaþjónustufyrirtæki út frá bloggi
      • Hvernig örlögin gripu í taumana og urðu til þess að hún stundar nú MBA nám í HR
      • Þegar hún áttaði sig á því eftir að hafa dvalist á Spáni að hún vildi stjórna vinnutíma sínum sjálf
      • Hvað hún tengdi ekki við að vera frumkvöðull (þó að hún sé það!)
      • Praktísk ráð um hvernig hún notar gervigreind til að vinna mikið magn gagna og spara tíma!
      • Mennskan vs. gervigreind og hvernig við dílum við meðalmennskumoð
      • Impostor syndrome og geðheilbrigðismál
      • Hvað LinkedIn er öflugur miðill til að byggja upp tengslanet
      • Hvað það að ferðast ein til útlanda gefur henni orku

      • Í þættinum minnist Auður á bæði gervigreindina Claude ásamt ChatGPT. Hún minnist einnig á Chrome viðbótina Glasp (ChatGPT and YouTube Summary) og Notion

        Auður mælir með bókinni Alchemy: The Dark Art and Curious Science of Creating Magic in Brands, Business, and Life eftir Rory Sutherland. Og hlaðvörpin Better Offline og Marketing Against the Grain

        -------------------------------------------------------------------

        Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

        Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

        LinkedIn

        Facebook

        Instagram

        -------------------------------------------------------------------

        Um hlaðvarpið

        Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

        Styrktaraðilar: Advania og Sýn 🙌

        ...more
        View all episodesView all episodes
        Download on the App Store

        Konur í tækniBy Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi