Moldvarpið

6. Grænland og Ameríka I: Lögbrot og landafundir


Listen Later

Ef Ísland er ísskápur þá er Grænland frystikista. Var nóg fyrir Eirík rauða að gefa landinu aðlaðandi nafn til þess að fólk næmi land þar eða býr eitthvað meira að baki? Var annað fólk þar fyrir? Hafa fornleifafræðingar í alvöru bæði grafið upp bæ Eiríks á Íslandi OG Grænlandi? Hvað hefur verslun fílabeina í Afríku með Grænland að gera? Hvar var Vínland, hverjir voru svokallaðir "skrælingjar" og hvað voru Grænlendingar að sækja vestur?
Arthur skilur ekki muninn á vínberjum og öðrum berjum, Snædís segir frá fyrsta fornleifauppgreftri Kristjáns Eldjárns forseta, þróun arkitektúrs á Grænlandi og margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins um norrænar fornleifar á Grænlandi og Ameríku!
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

MoldvarpiðBy Moldvarpið